loading

Vöruhús PioneerDJ.is

House tónlistin á nafn og rætur að rekja til vöruhúsapartía í Chicago á níunda áratugnum.

Nú þegar heimsfaraldur geisar og skemmtanabönn ríkja, munu nokkrir af helstu plötusnúðum bæjarins nýta sér eina af afleiðingum þessa ófyrirséða ástands; vöruhús tækjaleigunnar Luxor og söludeildar pioneerdj.is standa troðfull á laugardagskvöldi!

 

House tónlistin á nafn og rætur að rekja til vöruhúsapartía í Chicago á níunda áratugnum.

Nú þegar heimsfaraldur geisar og skemmtanabönn ríkja, munu nokkrir af helstu plötusnúðum bæjarins nýta sér eina af afleiðingum þessa ófyrirséða ástands; vöruhús tækjaleigunnar Luxor og söludeildar pioneerdj.is standa troðfull á laugardagskvöldi!

Það eru Óli Ofur, Rix, BenSol og Dj Margeir sem munu standa vaktina á bakvið spilarana umvafnir ljósgeislum og færa ykkur sannkallað vöru-hús heim í stofu.

Fólk sem hefur átt erfitt með að sleppa af sér beislinu á dansgólfum bæjarins býðst nú tækifæri á að efla sjálfstraustið og æfa danssporin án þess að þurfa að óttast gagnrýn augu úr öllum áttum.

-

LiveStream hefst kl. 21:00 lau. kvöldið 4. apríl og stendur til kl. 01:00 aðfaranótt sunnudagsins. Útsendingin fer fram í gegnum Facebook, Instagram og www.visir.is.

-

Flokkar